þessa vikuna erum við búin að brasa ýmislegt tengt hrekkjavökunni. teikna, lita, sksera grasker og fara í göngutúra svo eitthvað sé nefnt. Í dag héldum við svo búningardag og hrekkjavökuball :)
Það er alltaf gaman þegar fyrsti snjórinn kemur til okkar og gærdagurinn var engin undantekning á því. Mikil gleði og hamingja var ríkjandi í útiverunni hjá okkur.
Við vorum óvenju sein að útskrifa elstu börn í ár en þau Alexander Jan, Stefán Atli og Thelma Nilakshi héldu útskriftina sína í gær með því að bjóða mömmu og pabba í bíó og kaffi á eftir. Í Krummabíó var sýnd mynd sem tekin var í útskriftarferðinni þeirra í maí síðastliðin.
Júlí var sannkallaður íþróttamánuður þar sem við héldum tvo íþróttadaga. Sá fyrri var haldin innindyra sökum veðurs en sá seinni útivið þegar sólin lét sjá sig að nýju.
í júní skiptust á skin og skúrir í veðrinu eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Börnin láta það samt ekkert á sig fá og eru alltaf með sól í hjarta:)