Skólahópur

Þau börn sem eru á síðasta ári í leikskólanum eru markvisst undirbúin fyrir næsta skólastig, grunnskólastigið. Í skólahóp í Krummafæti er lögð áhersla á að þau auki við orðaforðann, læri nokkur talnahugtök og helstu bókstafi og form. Einnig er töluvert framboð af verkefnum sem þjálfa pennagrip og skriftarátt sem og fínhreyfingar og hugtakaskilning. Unnið er með stafina, rím, samstöfur og ýmis önnur verkefni sem tengjast hljómprófinu. Einnig er unnið talsvert í Sprota sem er góð bók fyrir undirbúning fyrir stærðfræði. Ingibjörg sér um elstubarna starfið í vetur og auk þess að vinna að skipulögðu skólastarfi í Krummafæti fara þau í heimsóknir upp í skóla þar sem þau vinna að sameiginlegum verkefnum með fyrsta bekk. Heimsóknir eru á þriggja vikna fresti og auk þessara hefðbundnu heimsókna fara börnin einnig í íþróttir og sund.