Heimsókn í Nes

Það var mikið fjör í dag þegar við heimsóttum Sillu og Ara í Nesi og fengum að kíkja í fjósið hjá þeim. Kýrnar þóttu merkilegar en nautið mun merkilegra einhverra hluta vegna. Svo voru þó nokkrir kálfar líka, ægilega sætir sem vildu fá að sjúga puttana á okkur. Merkilegast af öllu þótti samt róbótin sem mjólkaði kýrnar sem gæddu sér á fóðurblöndu á meðan hæst ánægðar. Að lokum fengu allir sem vildu smakka mjólk beint úr mjólkurtankinum og kexköku með.