Nemandi vikunnar: Guðbjörg Jana

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Vinna í Pharma

Hefur þú einhverntíman hjálpað einhverjum? Já mömmu að setja í þvottavélina

Hefur þú einhverntíman orðið reiður? Nei

Hvað gerir þig glaðan? Fara í sund og gista hjá afa

Hvort finnst þér skemmtilegra að leika úti eða inini? Af hverju? Inni, þá get ég leikið í barbí

Hvað finnst þér best að borða? Graut, pizzu og núðlur

Hvað gerir þú til þess að hjálpa til heima? Hengja þvottinn á þvottasnúruna

Hvað ertu gamall? Hvenær áttu afmæli? 5 ára í ágúst...sko 10. ágúst

Getur þú sagt mér frá einhverju í herberginu þínu? Ég á eldhúsdót og lika svona bekk. Svo á ég fullt af dóti uppi á lofti

Getur þú sagt mér brandara? Einu sinni var tómatur að labba yfir brú og svo kom annar og labbaði líka yfir brú en svo kom bíll og keyrði yfir annan og hann datt útí sjó.